Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Thorgrímsen

(9.okt. 1782–21. febr. 1831)

Landfógeti.

Foreldrar: Síra Björn Þorgrímsson að Setbergi og Í.k. hans Helga Brynjólfsdóttir sýslumanns í Hjálmholti, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá föður sínum, þá hjá Halldóri konrektor Hjálmarssyni, en frá 1798 hjá Geir byskupi Vídalín og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1. ág. 1800, með ágætum vitnisburði, fór síðan utan, komst í rentukammerið, var þar skrifari 10. júní 1811, tók 14. okt. s.á. próf í dönskum lögum, með 1. einkunn í báðum prófum, var 18. maí 1812 skipaður landfógeti (frá 1. sept. 1813) og 15. júlí s. á. (frá sama tíma) bæjarfógeti í Rv., fekk lausn frá þessum embættum 1828, hinu fyrra 24. maí, hinu síðara 2. júlí, og var þá kominn í stórskuldir við konungsféhirzlu. Andaðist í Rv. Hann var gáfumaður og vel að sér, örlátur og vinsæll.

Kona (7. ágúst 1819): Sigríður Margrét Katrín (d. í Kh. í júní 1878, um 89 ára) Jónsdóttir skipstjóra Vídalíns; áttu 1 dóttur, sem dó ung (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. ITI; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.