Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Thorarensen (Gíslason)

(8. nóv. [10. nóv., Bessastsk.]– 1789–16. okt. 1865)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Þórarinsson í Odda og kona hans Jórunn Sigurðardóttir alþingisskrifara að Hlíðarenda, Sigurðssonar. Lærði fyrst hjá síra Árna Helgasyni, síðan Jóni síðar lektor Jónssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1807, stúdent 1811, með vitnisburði í meðallagi.

Vígðist 13. sept. 1812 aðstoðarprestur síra Markúsar Magnússonar í Görðum á Álptanesi, fekk Þykkvabæjarklaustursprestakall 1814, lenti þar í leiðu máli út af skipstrandi, en slapp þó skammlaust frá, og við önnur leið málaferli var hann bendlaður, fekk 1817 Stórólfshvolsþing, í skiptum við síra Jón Austmann, Hraungerði 2. okt. 1839, lét þar af prestskap 1860, andaðist í Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann þókti ágengur, enda vel efnum búinn, en lítill kennimaður.

Kona 1 (7. maí 1814); Guðrún (f. 6. maí 1796, d. 6. febr. 1844) Vigfúsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Þórarinssonar (þau bræðrabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Vigfús sýslumaður í Strandasýslu, síra Gísli skáld á Stokkseyri, síra Stefán skáld að Kálfatjörn, Sigríður óg.

Kona 2 (27. sept. 1845): Sigríður Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar, ekkja síra Þorsteins Helgasonar í Reykholti; börn þeirra komust eigi upp. Almælt var, að launsonur síra Sigurðar væri Brynjólfur, sem eignaður var Bjarna Símonarsyni í Laugardælum (Bessastsk.; Vitæ ord.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.