Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Teitsson

(17. öld)

Stúdent?

Launsonur Teits Skálholtsráðsmanns Torfasonar og Guðríðar Vigfúsdóttur. Ekkja Teits tók hann að sér og kom honum í Hólaskóla, en óvíst er, að hann hafi orðið stúdent, fór 1680 utan með Hollendingum og kom eigi aftur. Talinn mörgum hvimleiður vegna illgirni (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.