Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sívertsen (Sigurðsson)

(29. okt. 1760–16. mars 1814)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður alþingisskrifari Sigurðsson að Hlíðarenda og kona hans Helga Brynjólfsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Thorlaciuss. Fór utan 1773, tekinn í Maríuskóla (Frúarskóla) í Kh., stúdent 1782, skráður í stúdentatölu 3. okt. s. á., tók próf í heimspeki 1783 og guðfræðapróf 6. okt. 1786, öll með 2. einkunn, varð 1788 kennari í munaðarleysingjahælinu í Kh., fekk Tiseprestakall á Jótlandi 2. dec. 1791, vígðist 22. mars 1792, fekk Ferslev og Vellerup á Sjálandi 15. dec. 1799 og hélt til æviloka.

Kona (3. febr. 1792): Eleonora Johanne (f. 5. nóv. 1763, d. 9. sept. 1846) Möinichen. Meðal barna þeirra: Jakob Árni gullsmiður og skrautgripasali, Pétur Vilhelm exam. juris (HÞ. Guðfr.; sjá og BB. Sýsl. IV, bls. 335; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.