Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sívertsen (Sigurðsson)

(28. jan. 1843–15. júní 1868)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Br. Sívertsen að Útskálum og kona hans Helga Helgadóttir konrektors að Móeiðarhvoli, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1859, stúdent 1865, með 2. eink. (74 st.), úr prestaskóla 1867, með 2. eink. betri (41 st.). Vígðist 10. maí 1868 aðstoðarprestur föður síns.

Bjó í Kirkjuvogi.

Kona (22. jan. 1868): Steinunn (d. 1922) Vilhjálmsdóttir í Kirkjuvogi, Hákonarsonar. Hún átti síðar Helga, bróður f.m. síns; barnl. með báðum (Útfm., Rv. 1869; Vitæ ord. 1868; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.