Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sívertsen (Sigurðsson)

(1782–1864)

Verzlunarmaður, bóndi.

Foreldrar: Sigurður Magnússon í Gróttu og kona hans Guðríður Guðnadóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1796, stúdent 1801, varð verzlunarmaður á Eyrarbakka, gekkst þar (1808) við barni konu kaupmannsins, Niels Lambertsens, og hét það Páll. Bjó síðar að Stóra Hrauni á Eyrarbakka til æviloka, vel efnaður maður, vinsæll og mikils metinn.

Kona: Halla Jónsdóttir frá Meðalholtum, er áður hafði átt Jón „ Geirmundsson. Dóttir þeirra: Kristín átti Eggert kaupmann Waage í Reykjavík (BrJ.: Kambránssaga; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.