Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sívertsen (Pétursson)

(2. okt. 1868–9. febr. 1938)

Prófessor.

Foreldrar: Pétur Sívertsen í Höfn í Melasveit og s.k. hans Steinunn Þorgrímsdóttir prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Thorgrímsens. Lærði í Reykjavíkurskóla, stúdent 1889, með 1. einkunn (91 st.), fór utan s. á., tók próf í hebresku í háskólanum í Kh. 29. jan. 1890, í heimspeki 24. júní s. á., í kirkjufeðralatínu 8. jan. 1892, í guðfræði 14. júní 1895, öll með 1. einkunn. Var síðan kennari í Rv., þar á meðal stundakennari í latínuskólanum, einnig meðritstjóri kirkjublaðs („Verði ljós“). Settur prestur að Útskálum 10. júní 1898, vígðist 12. s.m., fekk Hof í Vopnafirði 16. júní 1899. Varð dócent í háskóla Íslands 1. okt. 1911, síðan prófessor þar 1917, fekk lausn frá embætti vegna vanheilsu 1. ág. 1936. Var rektor háskólans tvívegis (1919–20 og 1928). Formaður í prestafélagi Íslands 1924–36, þá kjörinn heiðursforseti þess. Átti sæti í menntamálanefnd 1920–2. Kjörinn vígslubyskup í Skálholtsbyskupsdæmi og vígðist 21. júní 1931. Ritstörf: Opinberunarrit síðgyðingdómsins, Rv. 1920; Trúarsaga Nýja testamentisins, Rv. 1923; Fimm höfuðjátningar evangelisk-lúterskrar kirkju, Rv. 1925; Samanburður samstofna guðspjallanna, Rv. 1929. Ritstjóri Prestafélagsrits 1919–34, Kirkjurits (með öðrum) 1935–7. Eftir hann eru og ýmsar greinir í innlendum og útlendum tímaritum og blöðum. Með öðrum sá hann um: Menntamálanefndarálit, Rv. 1921–2; Hundrað hugvekjur, Rv. 1926; Heimilisguðrækni, Rv. 1927; Apokrýfar bækur Gamla testamentisins, Rv. 1931; Helgisiðabók, Rv. 1934.

Kona (27. júní 1899): Þórdís (f., 2. maí 1874, d. 28. júlí 1903) Helgadóttir lektors, Hálfdanarsonar.

Börn þeirra, er upp komust: Steinunn átti Gústav A. Jónasson skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneyti, Helgi kaupmaður í Rv. (Árb. hásk. Ísl. 1937–8, Rv. 1939; Kirkjuritið 1938; HÞ. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.