Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Símonarson

(18.nóv. 1830– 7. maí 1915)

Skipstjóri.

Foreldrar: Símon Sigurðsson að Dynjandi í Arnarfirði og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir.

Var fram eftir ævi vestra, en á Akranesi frá 1868, skipstjóri í Rv. 1870–1900 og átti þar heima síðan. Einn af forkólfum þilskipaútgerðar hér.

Kona 1 (1855): Jóhanna (f. 1824, d. 1866) Daníelsdóttir í Hnífsdal, Daníelssonar.

Börn þeirra: Rannveig átti Pál skipstjóra Matthíasson í Rv., Sigríður, Símon.

Kona 2 (1872): Kristín (d. 1883) Þorsteinsdóttir kaupm. og alþm. á Ísafirði, Thorsteinssonar. Synir þeirra: Jóhann, Magnús, Þorsteinn (Br7.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.