Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sæmundsson

(1705– ? )

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Sæmundur Jónsson í Miðdal og kona hans Ingibjörg Erlingsdóttir lögréttumanns í Blönduholti, Eyjólfssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1718, stúdent 1726, var með móður sinni á Drumboddsstöðum 1729, bjó 1740 ókvæntur í Reykjadal í Hrunamannahrepp, síðar bjó hann að Grímslæk í Ölfusi, er þar á lífi 1758, er líkl. sami maður, sem 1762 bjó í Suðurhjáleigu hjá Þorlákshöfn, og 1764 í Hraunshjáleigu.

Kona: Helga Jónsdóttir, Þorvaldssonar.

Börn þeirra talin: Sigurður, Ingibjörg (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.