Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sverrisson (Eiríksson)

(13. mars 1831–28. jan. 1899)

Sýslumaður.

Foreldrar: Eiríkur sýslumaður Sverrisson í Kollabæ og kona hans Kristín Ingvarsdóttir að Skarði á Landi, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1853, með 2. einkunn (76 st.), fór utan 1854, tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 16. júní 1862, með 2. einkunn í báðum prófum (79 st.). Settur s. á. sýslumaður í S.-Múlasýslu, fekk Strandasýslu 25. júlí 1863 og hélt til æviloka, var og jafnframt stundum við og við settur sýslumaður í Dalasýslu. Var ástsæll maður. Bjó fyrst að Hlaðhamri, síðan í Bæ í Hrútafirði. R. af dbr. 1. dec. 1896.

Kona: Ragnhildur Jónsdóttir prests að Felli í Mýrdal, Torfasonar.

Börn þeirra: Eiríkur stúdent og bókhaldari, Oddný átti Vilhjálm trésmið Ingvarsson (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; Sunnanfari VIII; KlJ. Lögtfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.