Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sveinsson

(29. mars 1824–10. mars 1879)

. Dannebrogsmaður. Foreldrar: Sveinn Hallgrímsson í Garðsvíkurgerði á Svalbarðsströnd og kona hans Guðrún Þorleifsdóttir. Bóndi á Breiðabóli á Svalbarðsströnd 1850–63, en síðan á Öngulsstöðum í Eyjafirði til æviloka; bætti þá jörð mjög og kom upp stóru búi. Gegndi hreppstjóra- og sýslunefndarstörfum með röggsemi og dugnaði og þótti í öllu hinn mætasti maður. Varð dannebrogsmaður 1874. Kona (12. júlí 1850): Guðrún (d. 8. júlí 1897, 75 ára) Sigurðardóttir í Garðsvíkurgerði, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurgeir á Öngulsstöðum, Guðrún (d. 1882) fyrri kona Sigurgeirs á Öngulsstöðum Sigurðssonar (Jóakimssonar) (PG. Ann.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.