Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sturluson

(um 1485 – 1544)

, Faðir(?): Sturla Sigurðsson, Ásmundssonar, Sveinssonar, Sigurður bjó fyrst í Þingeyjarþingi, svo í Núpufelli í Eyjafirði og kemur við bréf 1518–44. Hann deildi við Þorvald á Æsustöðum í Eyjafirði um arf konu sinnar. Kona Sigurðar: Ólöf Jónsdóttir á Æsustöðum (Jónssonar) og Sigríður Árnadóttir, systur Þorvalds.

Börn þeirra: Halldór á Eyrarlandi, Jón á Héðinshöfða, síra Jón í Laufási, Sturla umboðsmaður, síra Þorgils (Gísli) í Goðdölum, svo í Miklabæ, Sigríður átti Ólaf biskup Hjaltason (SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.