Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Stefánsson

(– – 1595)

Rektor.

Foreldrar: Síra Stefán Gíslason í Odda og kona hans Þorgerður Oddsdóttir prests í Gaulverjabæ, Halldórssonar. Hann lærði innanlands og utan, varð rektor í Skálholti, en skömmu síðar, á heimleið úr veizlu frá Mosfelli í Grímsnesi, drukknaði hann í Brúará.

Hann var talinn bezta skáld á latínu, kunni söng ágætlega og var málari. Eftir hann er pr.: Argumentum singulorum capitum librorum Samuelis, Kh. 1593; Qualisqunque descriptio Islandiæ, Hamb. 1928; latínukvæði efir hann er pr. aftan við Gronlandia antiqua Þormóðs Torfasonar, Kh. 1706 (er í Gl. kgl. Saml. með skýringum hans). Til var eftir hann ritgerð um íslenzka stafsetning í Resenssafni (Discursus de recta linguae Islandicæ scriptione), en er nú ókunnugt. Enn var til rit eftir hann „de geniis, umbris, spectris, larvis et monstris montanis“, og notuðu sumir höfundar það síðar. Ókv. og bl. (PEÓl. Mm.; Saga Ísl. IV; JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.