Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Stefánsson
(um 1698–1765)
Sýslumaður að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Talinn sonur Stefáns nokkurs Þórarinssonar (en haldinn launsonur Ólafs sýslumanns Einarssonar), en móðir hans var Vilborg Guðmundsdóttir úr Meðallandi, Vigfússonar. Ólst upp í Skarðshjáleigu í Mýrdal hjá Þorleifi lögréttumanni Einarssyni (bróður Ólafs sýslumanns), og arfleiddi s.k. Þorleifs hann að talsverðu fé, Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum (líkl.) 1722, fekk veiting fyrir sýslunni 17. apr. 1727, en austurhluta Skaftafellsþings 14. mars 1738, fekk lausn 1758, með 15 rd. eftirlaunum, með úrskurði konungs 27. febr. 1759.
Kona: Þórunn Jónsdóttir, launsonar Ólafs sýslumanns Einarssonar.
Börn þeirra: Jón að Felli í Suðursveit, Þorleifur lögréttumaður í Öræfum, Þorleifur yngri að Hóli í Landeyjum, Guðmundur að Sævarhólum í Suðursveit, Bergljót átti Björn Brynjólfsson á Reynivöllum í Suðursveit, Ólöf átti Ögmund Eiríksson (eða Árnason) í Hafranesi í Fáskrúðsfirði, Ingibjörg átti fyrr Jón Snorrason í Mýrdal, giftist síðar ónafngreindum manni undir Eyjafjöllum, Þrúður, Jón annar, Erlendur bl. (BB. Sýsl.; Saga Ísl. VI; Manntal 1703).
Sýslumaður að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Talinn sonur Stefáns nokkurs Þórarinssonar (en haldinn launsonur Ólafs sýslumanns Einarssonar), en móðir hans var Vilborg Guðmundsdóttir úr Meðallandi, Vigfússonar. Ólst upp í Skarðshjáleigu í Mýrdal hjá Þorleifi lögréttumanni Einarssyni (bróður Ólafs sýslumanns), og arfleiddi s.k. Þorleifs hann að talsverðu fé, Settur sýslumaður í Vestmannaeyjum (líkl.) 1722, fekk veiting fyrir sýslunni 17. apr. 1727, en austurhluta Skaftafellsþings 14. mars 1738, fekk lausn 1758, með 15 rd. eftirlaunum, með úrskurði konungs 27. febr. 1759.
Kona: Þórunn Jónsdóttir, launsonar Ólafs sýslumanns Einarssonar.
Börn þeirra: Jón að Felli í Suðursveit, Þorleifur lögréttumaður í Öræfum, Þorleifur yngri að Hóli í Landeyjum, Guðmundur að Sævarhólum í Suðursveit, Bergljót átti Björn Brynjólfsson á Reynivöllum í Suðursveit, Ólöf átti Ögmund Eiríksson (eða Árnason) í Hafranesi í Fáskrúðsfirði, Ingibjörg átti fyrr Jón Snorrason í Mýrdal, giftist síðar ónafngreindum manni undir Eyjafjöllum, Þrúður, Jón annar, Erlendur bl. (BB. Sýsl.; Saga Ísl. VI; Manntal 1703).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.