Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Stefánsson

(30. sept. 1854–21. apr. 1924)

Prestur.

Foreldrar: Stefán Stefánsson á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir skálds sst., Guðmundssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1873, stúdent 1879, með 2. eink. (67 st.), próf úr prestaskóla 1881, með 1. einkunn (50 st.).

Fekk Ögurþing 7. sept. 1881, vígðist 18. s.m., fekk þar lausn frá prestskap 30. mars 1922, frá fardögum það ár, en vegna eindreginna óska sóknarmanna sinna tók hann að sér að vera settur prestur þar og var það til æviloka, bjó í Vigur frá 1884.

Hafði verið kosinn dómkirkjuprestur í Rv. 1889, en afsalaði sér því starfi, áður en til veitingar kæmi. Var þm. Ísf. 1886–99 og 1902, Ísafjarðarkaupst. 1905–15, og N.-Ísf. 1917–23.

Gegndi og jafnframt margháttuðum trúnaðarstörfum héraðsbúa og sýslu. Ritstörf: Stjórnarskrármálið, Rv. 1897; Lítil bjargráð, Rv. 1911; Ræða við setning alþingis, Rv. 1914; Svar til prófessors Jóns Helgasonar, Rv. 1914: Prestarnir, nýja guðfræðin og þjóðkirkjan, Rv.1915; Nýja guðfræðin og játningarritin, Rv. 1916; Rúmgóða þjóðkirkjan, Rv. 1916; Friðurinn við vísindin, Rv. 1917; Æðarvarp á Íslandi að fornu og nýju, Rv. 1917; Andatrúin, guðspekin og þjóðkirkjan, Rv. 1919. Þar að auki greinir í Andvara, Bjarma, Búnaðarriti, Frey, Kirkjublaði, Nýju kirkjublaði, Óðni og fjöldi blaðagreina í Þjóðviljanum eða hluttaka í þeim með Skúla Thoroddsen, Var vel hagmæltur.

Kona (1884): Þórunn Bjarnadóttir dbrm. á Kjaransstöðum, Brynjólfssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Sigurður sýslumaður að Sauðárkróki, Bjarni í Vigur, Stefán verzlm. (Sunnanfari lll, sjá og X; Bjarmi 1924); Andvari, 57. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.