Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Stefánsson

(27. mars 1744–24. maí 1798)

Byskup.

Foreldrar: Síra Stefán Ólafsson á Höskuldsstöðum og s. k. hans Sigríður Sigurðardóttir lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar. Tekinn í Hólaskóla 1758, stúdent 14. maí 1765, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. dec. s. á., tók guðfræðapróf 26. mars 1767, með 3. einkunn, varð konrektor í Hólaskóla 1768, fekk Möðruvallaklaustursprestakall 4. sept. 1773, vígðist 10. okt. s. á., bjó í Stóra Dunhaga, fekk Helgafell 15. mars 1781, varð prófastur í Snæfellsnessýslu 8. júlí 1782 (settur 28. ág. 1781), fór utan til Kh. 1788 (kvaddur til þess 27. mars 1788), skipaður byskup að Hólum 24. mars 1789, vígðist 10. maí s. á., kom út samsumars, hélt byskupsdæmið til æviloka og var þar síðastur byskup. Hann var ágætur kennari, þótt ekki væri hann sérlega vel að sér, ástsæll af öllum, enda fágætlega góðviljaður; heilsuveill jafnan, og nokkuð drykkfelldur.

Kona (23. sept. 1771): Guðríður (d. 27. 2. 1820, 81 árs) Halldórsdóttir prests á Knappsstöðum, Pálssonar; þau bl. (Vitæ ord.; Útfm. („„Verðung“), Hól. 1799; HÞ. Guðfr.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.