Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Snorrason

(– – 1648)

Prestur.

Foreldrar: Snorri lögréttumaður Ásgeirsson að Varmalæk og f.k. hans Maren Erasmusdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Villadssonar. Er orðinn prestur 1617 og virðist þá hafa haldið Breiðavíkurþing, fekk Rafnseyri 1623 og hélt til æviloka.

Hann var annar þeirra (hinn var síra Sigurður Oddsson í Arnarbæli), er Oddur byskup sendi utan í deilum hans við Herluf Daa, til þess að afsanna þá sakargift hans, að hann vígði ólærða presta.

Kona (8. júlí 1632) Dís Bjarnadóttir prests í Selárdal, Halldórssonar, ekkja síra Guðmundar Skúlasonar á Rafnseyri; þau síra Sigurður bl. (HÞ., SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.