Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Snorrason

(um 1666–22. júlí 1743)

Prestur.

Foreldrar: Snorri stuttur“ Sigurðsson að Fiskilæk og kona hans Guðrún Eiríksdóttir á Fitjum í Skorradal, Oddssonar. Vígðist að Brjánslæk 1695, sagði þar af sér prestskap 1716, var síðan á ýmsum stöðum, andaðist að Hrófbergi.

Var stundum þunglyndur eða geðbilaður.

Kona: Þórunn (f. um 1659) Árnadóttir prests í Dýrafjarðarþingum, Loptssonar (systir Jóns byskups). Dætur þeirra: Guðrún eldri átti síra Gísla Bjarnason á Stað í Súgandafirði, Guðrún yngri átti síra Einar Hálfdanarson að Kirkjubæjarklaustri, Helga f. k. síra Þorvarðs Guðmundssonar á Klyppsstað (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.