Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Snorrason

(1769–5. apr. 1813)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Snorri Björnsson í Flugumýrarþingum og kona hans Steinunn Sigurðardóttir, Sigurðssonar lögsagnara að Geitaskarði, Einarssonar. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent „handleggja 25. maí 1789, með ágætum vitnisburði, var síðan fyrst hjá föður sínum, en því næst í þjónustu Stefáns amtmanns Þórarinssonar og þá jafnframt djákn að Möðruvallaklaustri, fór utan 1796, tók próf í dönskum lögum 25. apr. 1798, með 1. einkunn í báðum prófum, gerðist þá aftur skrifari og fulltrúi Stefáns amtmanns Þórarinssonar, klausturhaldari á Reynistað 1801, var 1803–5 lögsagnari Jóns sýslumanns Jakobssonar í Skagafj.sýslu, settur þar 1806, fekk Húnavatnssýslu Í7. apríl 1805, tók þar við að fullu 1807 og hélt til æviloka, bjó að Stóru Giljá. Hann var vel gefinn, lipurmenni og vel látinn. Ritgerð um ómagaframfæri eftir hann er í Lbs. Hann þýddi og J.H. Campe: Stuttur siðalærdómur, Leirárg. 1799, Viðey 1838.

Kona 1 (6. nóv. 1800): Guðrún (d. 26. okt. 1808, 38 ára) Þorsteinsdóttir stúdents að Laxamýri, Benediktssonar. Dóttir þeirra: Hólmfríður átti Jónas smið Jónsson á Auðunarstöðum.

Kona 2 (19. okt. 1809): Ingibjörg eldri (d. 30. júní 1843, 54 ára) Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Björn í Belgsholti, Guðrún átti síra Jón Thorarensen að Tjörn í Svarfaðardal. Ingibjörg ekkja Sigurðar sýslumanns átti síðar síra Benedikt Jónasson á Melum (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.