Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson, yngri

(7. sept. 1692–6. okt. 1730)

Sýslumaður. Albróðir Sigurðar sýslumanns eldra í Saurbæ.

Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1713, virðist veturinn 1715 hafa Verið í Hítardal, hjá síra Jóni Halldórssyni, til þess að fullkomna sig í námi, fekk Mýrasýslu 18. júlí 1718 og hélt til æviloka, bjó í Hjarðarholti í Stafholtstungum.

Kona (kaupmáli 30. okt. 1716): Ingibjörg Einarsdóttir prests í Görðum á Ptanesi, Einarssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.