Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson „skuggi“

(1726–18. ág. 1798)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Sigurður Sigurðsson í Flatey og kona hans Guðrún Tómasdóttir í Flatey, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1744, stúdent 20. apr. 1749, var síðan í þjónustu byskups, fór utan 1752, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 16. dec. 1752, tók lögfræðapróf 11. mars 1758, með 3. einkunn, fekk Vestmannaeyjasýslu 15. maí s. á., var settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu 1760–I1, en tók síðan aftur við Vestmannaeyjum (kom þangað ekki að fullu fyrr en 1768), fekk Borgarfjarðarsýslu 9. sept. 1786, bjó á Hvanneyri, sókti um lausn frá embætti 1792 (að fyrirmælum yfirvaldanna), fluttist 1793 til systur sinnar að Ökrum (fekk lausn að fullu 9. apr. 1794 með eftirlaunum), fór til Kh. 1795 og andaðist þar á „Almindeligt Hospital“. Hann fekk viðurnefni sitt af því, að hann var mjög dökkur á hörund.

Honum veittust embættisverk erfiðlega, var fátækur og fekk oft uppgjöf skulda.

Kona: Ásta (f , um 1740, d. 11. mars 1770) Sigurðardóttir prests í Holti í Önundarfirði, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Síra Tómas í Holti í Önundarfirði, Guðrún átti Ólaf stúdent Benediktsson að Hamraendum, Elín óg. og bl. (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.