Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(í júlí 1688–2. sept. 1753)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður lögsagnari Sigurðsson að Brjánslæk og Firði og kona hans Guðrún Nikulásdóttir prests í Flatey, Guðmundssonar. Lærði hjá móðurföður sínum og síra Jóni "Jónssyni í Garpsdal, síðar á Staðastað, hefir komið í Skálholtsskóla (efra bekk) 1704 og orðið stúdent 1707, vígðist 1708 aðstoðarprestur móðurföður síns, fekk Flatey eftir hann 1709 og hélt til æviloka, dó úr kverkameini. Í skýrslum Harboes fær hann daufan vitnisburð, en Jón byskup Árnason segir, að hann sé „gáfumaður mikill“, Hann var merkismaður, búsæll og ástsæll. Hann bjó framan af í Firði á Skálmarnesi, er þar enn 1716, en síðar í Flatey.

Kona (1723). Guðrún (d. í ágúst 1771) Tómasdóttir í Flatey, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðný yfirsetukona, óg., Ingibjörg s.k. síra Sigurðar Jónssonar í Hítarnesi, Sigurður sýslumaður „skuggi“ (HÞ.; Blanda 1II; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.