Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Sigurðsson
(um 1760–13. júlí 1846)
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Sigurður Vigfússon að Setbergi á Skógarströnd og kona hans Solveig Sigurðardóttir að Ósi á Skógarströnd, Tómassonar, Nam skólalærdóm (1776–83) hjá Vigfúsi Jónssyni í Miklaholti, stúdent úr heimaskóla 14. júlí 1783 frá Páli konrektor Jakobssyni, með góðum vitnisburði, setti bú í Geitareyjum 1784, fluttist að Ósi 1800, aftur að Geitareyjum 1818, fluttist til sonar síns í Brokey og andaðist þar. Hann var valmenni og hélt sér lítt fram, sókti aldrei um prestskap.
Kona 1 (1784); Guðrún (d. 27. júlí 1791) Guðmundsdóttir í Geitareyjum, Guðmundssonar.
Dóttir þeirra: Sigríður Sigurlín átti Ívar hreppstjóra Bjarnason í Laxárdal á Skógarströnd.
Kona 2 (16. okt. 1792): Hildur (d. 21. dec, 1816, 57 ára) Jónsdóttir konrektors og silfursmiðs í Árkvörn, Vigfússonar.
Börn Þeirra, sem upp komust: Vigfús í Brokey, Benedikt smiður í Litla Galtardal, Jón smiður í Geitareyjum, Kristján í Hvítárvallakoti og Suðurkoti, Halldóra átti laundóttur (Guðbjörgu), er kennd var Guðmundi vinnumanni Helgasyni í Neðra Nesi, en almennt talin dóttir Péturs sýslumanns Ottesens að Svignaskarði, varð síðan s.k. Guðmundar yngra Sveinbjörnssonar á Hvítárvöllum, Kristín s. k. Jóns Ásgrímssonar úr Önundarfirði, Sæmundur skipasmiður í Stykkishólmi, Katrín átti fyrr Davíð stúdent Scheving í Rauðsdal, síðar Erlend trésmið Bjarnason, Lárus stúdent og skáld. Launbörn Sigurðar stúdents: Margrét (með Þorbjörgu Hrólfsdóttur, vinnukonu hans) átti Jóhann hreppstjóra Teitsson að Ósi, Elías í Straumfjarðartungu (skírður Eleasar), var fyrst kenndur látnum manni, Þorleifi Sæmundssyni (Lbs. 48, fol.; HÞ.).
Bóndi, stúdent.
Foreldrar: Sigurður Vigfússon að Setbergi á Skógarströnd og kona hans Solveig Sigurðardóttir að Ósi á Skógarströnd, Tómassonar, Nam skólalærdóm (1776–83) hjá Vigfúsi Jónssyni í Miklaholti, stúdent úr heimaskóla 14. júlí 1783 frá Páli konrektor Jakobssyni, með góðum vitnisburði, setti bú í Geitareyjum 1784, fluttist að Ósi 1800, aftur að Geitareyjum 1818, fluttist til sonar síns í Brokey og andaðist þar. Hann var valmenni og hélt sér lítt fram, sókti aldrei um prestskap.
Kona 1 (1784); Guðrún (d. 27. júlí 1791) Guðmundsdóttir í Geitareyjum, Guðmundssonar.
Dóttir þeirra: Sigríður Sigurlín átti Ívar hreppstjóra Bjarnason í Laxárdal á Skógarströnd.
Kona 2 (16. okt. 1792): Hildur (d. 21. dec, 1816, 57 ára) Jónsdóttir konrektors og silfursmiðs í Árkvörn, Vigfússonar.
Börn Þeirra, sem upp komust: Vigfús í Brokey, Benedikt smiður í Litla Galtardal, Jón smiður í Geitareyjum, Kristján í Hvítárvallakoti og Suðurkoti, Halldóra átti laundóttur (Guðbjörgu), er kennd var Guðmundi vinnumanni Helgasyni í Neðra Nesi, en almennt talin dóttir Péturs sýslumanns Ottesens að Svignaskarði, varð síðan s.k. Guðmundar yngra Sveinbjörnssonar á Hvítárvöllum, Kristín s. k. Jóns Ásgrímssonar úr Önundarfirði, Sæmundur skipasmiður í Stykkishólmi, Katrín átti fyrr Davíð stúdent Scheving í Rauðsdal, síðar Erlend trésmið Bjarnason, Lárus stúdent og skáld. Launbörn Sigurðar stúdents: Margrét (með Þorbjörgu Hrólfsdóttur, vinnukonu hans) átti Jóhann hreppstjóra Teitsson að Ósi, Elías í Straumfjarðartungu (skírður Eleasar), var fyrst kenndur látnum manni, Þorleifi Sæmundssyni (Lbs. 48, fol.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.