Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(um 1646–17. nóv. 1690)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Oddsson í Stafholti og s.k. hans Guðrún Jónsdóttir prests í Hítardal, Guðmundssonar. Fór utan 1668, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s. á., varð attestatus, kom til landsins 1670, fór síðan aftur utan og í 3. sinn 1679, fekk 24. nóv. 1679 hirðstjóraveiting fyrir Staðastað (konungsstaðfesting 20. mars 1680), vígðist 12. sept. 1680 og hélt til æviloka. Var talinn vel lærður og fekk gott orð; var stórauðugur.

Kona (29. ág. 1680). Sigríður (f. 16. sept. 1648, d. 25. mars 1733) Hákonardóttir sýslumanns í Bræðratungu, Gíslasonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Oddur lögmaður, Helga dó uppkomin óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.