Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(6. dec. 1840–22. maí 1931)

Steinsmiður.

Foreldrar: Sigurður Einarsson að Gelti í Grímsnesi og kona hans Ingunn Bjarnadóttir.

Bjó 1 ár á Torfastöðum í Grafningi, 8 ár að Hæðarenda í Grímsnesi, góðu búi. Hugði þá til vesturfarar (1874), en hvarf frá því og settist að í Rv., reisti þar (með bróður sínum) steinhúsið Bræðraborg. Stundaði síðan steinsmíðar að mestu þau 50 ár, sem hann átti heima í Rv. Var síðast að Laugarási í Byskupstungum. Dugmikill maður og efnaðist vel, grandvar og mannkostamaður.

Kona: Sig ríður Ögmundsdóttir að Bíldsfelli, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Elín og Ingunn vestan hafs, Sigurmundur læknir í Bolungarvík, Júlíana Sigríður símamær, d. 1930 (Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.