Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(5. sept. 1871–I1. júlí 1940)

Búnaðarmálastjóri.

Foreldrar: Sigurður Jónsson á Draflastöðum og kona hans Helga Sigurðardóttir að Veisu, Þorsteinssonar. Lauk búfræðiprófi í Stend í Noregi 1898. Stofnaði trjáræktarstöð á Akureyri 1899. Tók próf úr landbúnaðarháskólanum í Kh. 1902. Skólastjóri að Hólum 1902–19, var í stjórn ræktunarfél. Norðurl. (en það hafði hann stofnað) 1903–19 og frkvstj. þess frá stofnun til 1910. Formaður búnaðarfél. Ísl. 1919–23, Búnaðarmálastjóri 1923–35.

Beittist fyrir ýmsar umbætur (dráttarvélar, skógræktarfél., fél. „Landnám“, garðyrkju í Hveragerði o. fl.). Var í Grænlandi 1923 til leiðbeiningar um búnað þar. Átti síðast heima í Hveragerði. Heiðursfél. bsb. NI., r. af dbr. og af fálk. Meðritstjóri Freys 1926–33. Rit: Landbúnaður á Ísl., Rv. 1908, (með öðrum) Jarðyrkjubók, Rv. 1913; Skýrsla um ferð... 1913, Rv. 1914; Vinnudagbók, Ak. 1916; Um áburð, Rv. 1920; Tilbúinn áburður og ræktun, Rv. 1924; Frumhlaup stjórnar bf. Ísl. og tilbúinn áburður, Rv. 1927; Aldarminning bf. Ísl., síðara bindi, Rv. 1937; Landbrug og Landboforhold i Island, Kh. 1940. Ýmsar greinir í Búnaðarriti og Andvara. Þýddi: A.Gjören: Þrír fyrirlestrar, Rv. 1926. Kona (1891): Þóra Sigurðardóttir í Grímsgerði, Árnasonar.

Börn þeirra: Ingimar garðyrkjumaður í Hveragerði, Helga skólastjóri húsmæðrakennaraskólans í Rv., Páll bifreiðarstjóri, Ragna kaupmaður (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.