Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(4. okt. 1864–4. febr. 1926)

Ráðunautur.

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson í Langholti í Flóa og kona hans Margrét Þorsteinsdóttir í Langholtsparti, Stefánssonar. Stúdent úr búnaðarskóla að Hólum 1890, stundaði 1890–T búnaðarstörf á sumrum (1892–" í þjónustu búnaðarfélags Suðuramts), kennslu á vetrum. Stundaði búnaðarnám í Danmörku og Noregi 1897–9.

Var ráðunautur búnaðarfélags Ísl. 1900–26; gætir þar einkum starfsemi hans í umbótum nautgriparæktar, mjólkurbúa, og áveitna. Fjöldi greina um búnaðarmál eru eftir hann í Búnaðarriti og Frey, og einnig í blöðum, sumt af þeim sérprentað. Auk þeirra: Rjómabúin og smjörsöluhorfurnar, Rv. 1904.

Var einn ritstjóra Freys 1909–23. Var þm. Árn. 1901 og 1909–19.

Kona (1. maí 1897): Björg Guðmundsdóttir í Haukadal í Dýrafirði, Eggertssonar. Synir þeirra: Geir Haukdal verzlm. í Rv., síra Sigurður Haukdal að Bergþórshvoli (Búnaðarrit 1926; Alþingismannatal; Óðinn III og XXXI; Samvinnan 1927).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.