Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(21. febr. 1916–20. okt. 1945)

. Efnafræðingur. Foreldrar: Sigurður (f. 9. mars 1877) Sigurðsson járnsmiður í Rv. og kona hans Dagmar Júlía (f. 12. maí 1894) Finnbjarnardóttir í Görðum í Aðalvík, Elíassonar. Stúdent í Rv. (stærðfræðideild) 1936 með 2. eink, (5,57). Nam efnafræði við tekniska háskólann í Miúnchen í Þýzkalandi og lauk þar prófi í júlí 1942. Réðst þá aðstoðarmaður við efnafræðideild háskólans þar og vann að doktorsritgerð. Lauk doktorsprófi 26. febr. 1945; ritgerðarefni: Zur Existenz der Zucker-Triosegleichgewichtes; birtust kaflar úr henni í þýzkum tímaritum.

Dó í Rv. skömmu eftir heimkomu sína (Tímarit Verkfræðingafél. Íslands 1945; skýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.