Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(21. febr. 1774 [1773, Vita] –6. júní 1862)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Skipalóni, Auðbrekku og Ósi, og kona hans Elín Tómasdóttir hreppstjóra að Tjörnum í Eyjafirði, Egilssonar. F. að Skipalóni. Lærði fyrst hjá síra Þórarni Jónssyni (síðast að Múla), tekinn í Hólaskóla 1793, varð stúdent 13. maí 1797, með ágætum vitnisburði, var í þjónustu Stefáns amtmanns Þórarinssonar veturinn 1797–8, setti bú að Auðbrekku 1798, fluttist 1799 að Stóra Dunhaga, vígðist 1. apr. 1804 aðstoðarprestur síra Þórðar Jónssonar á Völlum og var þar til 1811, er hann fluttist að Bakka, og varð hann þá að sleppa aðstoðarprestsstöðunni, með því að hann veiktist 1809 af geðveiki o. fl., er meðal annars stafaði af erfiðu heimilislífi, en er honum batnaði aftur, var hann millibilsprestur í prestaköllum í Svarfaðardal (Upsum, Tjörn og Völlum), fekk Bægisá 13. mars 1820, Reynivöllu 28. júlí 1830, Auðkúlu 10. mars 1843, lét þar af prestskap 1856, fluttist þá að Litla Dal og andaðist þar. Vel gefinn maður og vel að sér, skáldmæltur (sjá Lbs.), drengur góður, búmaður, nokkuð forn í skapi.

Kona 1 (23. maí 1798): Rósa (f. 2. jan. 1769, d. 11. júlí 1834) Magnúsdóttir í Myrkárdal, Jónssonar prests að Myrká, Ketilssonar,

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurður að Þverbrekku, Silfrastöðum og víðar, Guðrún s.k. Þorláks Þorlákssonar að Vöglum á Þelamörk, Elín átti Svein Björnsson að Hofi, Sigríður átti Skúla Bjarnason í Efra Lýtingsstaðakoti, síra Magnús á Gilsbakka, Jón að Karlsá, Tómas að Jarðbrú og víðar.

Kona 2 (28. sept. 1836): Gunnhildur (f. 26. sept. 1806, d. 26. jan. 1856) Bjarnadóttir í Káranesi í Kjós, Sigmundssonar; þau áttu eina dóttur, sem ekki komst upp (Vitæ ord.; HÞ,; SGrBf.; Rauðskinna, TI. hefti).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.