Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(21. sept. 1883–16. júlí 1921)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Benediktsson í Flatey í Hornafirði og kona hans Guðný Sigurðardóttir sst., Sigurðssonar. Stundaði fyrst nám í Flensborg, próf þaðan 1905. Var síðan farkennari 1 ár. Tekinn í lærdómsdeild menntaskóla Rv. 1907, stúdent 1910 (58 st.), tók guðfræðapróf í háskóla Íslands 1913, með 2. einkunn betri (8414 st.). Hafði hann á skólaárum sínum bú á hluta í Flatey. Síðan fór hann utan og ferðaðist 1 ár (1913–14) víða um lönd, en settist síðan, er heim kom, að búi sínu.

Vígðist 3. okt. 1915 aðstoðarPrestur síra Bjarna Einarssonar að Þykkvabæjarklaustri, fekk það prestakall 10. mars 1916 og hélt til æviloka. Bjó í Hlíð í Skaftártungu. Ókv. og bl. (BjM. Guðfr.; Óðinn XI; HÞ.; Br7.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.