Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(2. okt. 1684–22. dec. 1760)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Jónsson í Holti í Önundarfirði og kona hans Helga Pálsdóttir prests í Selárdal, Björnssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1700, stúdent 1706, vígðist haustið 1709 „ aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 3. mars 1730 og hélt til æviloka, varð bráðkvaddur. Í skýrslum Harboes er lítt látið af þekkingu hans, en vel var hann látinn.

Kona 1: Ásta (d. 1737) Pálsdóttir sýslumanns að Núpi í Dýrafirði, Torfasonar. Dætur þeirra: Þorkatla átti síra Jón Bjarnason á Rafnseyri, Halldóra f.k. síra Jóns Teitssonar, síðar byskups, Gróa átti laundóttur (Ástu) með Sigurði klausturhaldara Ólafssyni (var trúlofuð honum), síðan að sögn annað launbarn.

Kona 2: Elín Markúsdóttir sýslum. Bergssonar í Ögri. Dætur þeirra: Ásta átti Sigurð sýslumann (skugga) Sigurðsson á Hvanneyri, Halla s.k. síra Erlends Vigfússonar í Nesþingum.

Kona 3: Katrín (d. 10. nóv. 1784) Guðmundsdóttir prests í Selárdal, Vernharðssonar.

Sonur þeirra: Síra Guðmundur á Stað í Aðalvík (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.