Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(1766– 7. júlí 1846)
. Bóndi. Foreldrar: Sigurður Guðnason á Litlu-Brekku í Borgarhreppi á Mýrum og kona hans Guðrún Einarsdóttir, Bóndi á Brennistöðum og Rauðabjarnarstöðum (Árnakoti) í Borgarhreppi. Var kunnur fyrir jarðræktarstörf og garðyrkjutilraunir, Hinn 30. sept. 1823 sæmdi landbúnaðarfélag Dana hann silfurbikar fyrir framúrskarandi jarðyrkjudugnað. Kona 1 (29. júní 1801): Guðrún (d. 17. mars 1808, 50 ára) Finnsdóttir, Vigfússonar; þau bl. Kona 2 (18. okt. 1809): Helga (d. 27. apr. 1859, 94 ára) Jónsdóttir á Langárfossi, Þórarinssonar; hún átti áður Bjarna Magnússon á Langárfossi; þau Sigurður bl. (PG: Ann.; kirkjubækur).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.