Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(15. febr. 1802 – 28. febr. 1865)

. Bóndi.

Foreldrar: Sigurður (d. 14. nóv. 1833, 61 árs) Jónsson (á Stokkahlöðum Arnbjörnssonar) á Eyrarlandi í Eyjafirði, síðar á Kaldrana á Skaga og Brekku í Þingi, og k.h. Björg Björnsdóttir á Efri-Glerá, Jónssonar. Bjó lengi góðu búi á Reykjum á Reykjabraut. Röskur maður, vel að sér, söngmaður mikill. Kona 1 (23. okt. 1830): Ingibjörg (d. 29. sept. 1846, 38 ára) Guðmundsdóttir í Múla í Línakradal, Ívarssonar. Börn þeirra: Sigurður á Auðunarstöðum í Víðidal, Guðmundur í Vatnshlíð, Ástríður átti Jón skáld Árnason á Víðimýri, Aðalheiður Rósa átti Jónas Jónsson í Finnstungu. Kona 2 (23. okt. 1847): Þorbjörg (d. 12. maí 1895, 72 ára) Árnadóttir á Tindum, Halldórssonar (systir Jóns skálds á Víðimýri). Börn þeirra: Kristján á Reykjum, Ingibjörg átti Guðmund hreppstjóra Erlendsson í Mjóadal.

Þorbjörg átti síðar Egil smið Halldórsson á Reykjum (M.B.; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.