Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(15. sept. 1879–4. ágúst 1839)

Lyfsali, skáld.

Foreldrar: Sigurður adjunkt Sigurðsson frá Skíðsholtum og dönsk stúlka (ónafngreind). Ólst upp eftir lát föður síns á vegum Björns rektors Ólsens. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1894, hætti námi í 6. bekk 1899, nam síðan lyfjafræði innanlands og utan, var um tíma sýsluskrifari hjá Sigurði sýslumanni Þórðarsyni í Arnarholti (skrifaði síðan oft við nafn sitt „frá Arnarholti“).

Setti upp lyfjabúð í Vestmannaeyjum, en lét af því starfi vegna veikinda. Vann að ýmsum nytjamálum, einkum björgunarmálum í Vestmannaeyjum, varð þá r. af fálk, Settist síðast að í Rv. og andaðist þar. Ritstörf: Tvístirnið (með Jónasi Guðlaugssyni), Rv. 1906; Ljóð, Rv. 1912; Ljóð, Rv. 1924; Ljóð, Rv. 1933; Síðustu ljóð, Rv. 1939; enn fremur greinir í blöðum.

Kona: Anna Guðrún Pálsdóttir prests í Gaulverjabæ, Sigurðssonar. Dóttir þeirra: Helga átti Steindór Sigurðsson (Óðinn IX; Ægir, 32. árg.; blöð samtímis láti hans; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.