Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(11. jan. 1787 [1788, Vita] – 16. júní 1846)

Prestur,

Foreldrar: Síra Sigurður Jónsson í Reynisþingum og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Prestbakka, Steingrímssonar, F. á Heiði.

Lærði fyrst hjá síra Jóni Jónssyni síðast í Holti undir Eyjafjöllum, tekinn í Bessastaðaskóla 1805, stúdent 1809, með góðum vitnisburði. Bjó síðan um hríð að Núpi undir Eyjafjöllum. Vígðist 13. júní 1819 aðstoðarprestur síra Sigurðar Ingimundarsonar í Arnarbæli, bjó á Egilsstöðum. Fekk Holta- ' þing 27. dec. 1823 og hélt til æviloka. Bjó í Guttormshaga.

Hann fekk verðlaun með kanzellíbréfi 16. apr. 1825, fyrir að hafa bjargað 4 mönnum frá að drukkna. Talinn allvel að sér.

Kona: Sigríður (d. 16. maí 1860, 71 ára) Jónsdóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum (er var föðurbróðir hans og hafði alið hann upp), Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Jón á Prestbakka á Síðu, Jón (annar), Sigurður í Saurbæ og Haga í Holtum (Bessastsk.; Vitæ ord.; SGrBf.) Sigurður Sigurðsson (25. júlí 1837–13. apr. 1915). Skólastjóri.

Foreldrar: Sigurður Einarsson að Reykhúsum í Eyjafirði (síðar í Raufarhöfn) og Sigríður Kleófasdóttir á Æsustöðum í Eyjafirði, Jónssonar.

Fluttist til Raufarhafnar 1850 og dvaldist þar um 20 ár. Heimiliskennari hjá síra Arnljóti Ólafssyni að Bægisá og Pétri fyrrum amtmanni Havsteen 1871–4. Var kennari og forstm. Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1875–1904, en á sumrum lengi skrifari landfógeta eða förunautur útlendinga. Orðlagður að kennsluhæfileikum. Átti síðast heima í Rv. Gaf eigur sínar Mýrarhúsaskólabörnum.

Dbrm.

Kona (1864): Guðbjörg (d. 1866) Jónsdóttir á Snartarstöðum; þau bl. (Skólablaðið, 8. og 9. árg.; Br7.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.