Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurðsson

(10. nóv. 1718–17. sept. 1780)

Alþingisskrifari.

Foreldrar: Sigurður eldri sýslumaður Sigurðsson í Saurbæ á Kjalarnesi og s. k. hans Málmfríður Einarsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Einarssonar, Lærði hjá síra Jóhanni Þórðarsyni í Laugardælum, tekinn í Skálholtsskóla 1734, varð stúdent 1739, fór utan 1741, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. dec. 1742. Varð alþingisskrifari 29. nóv. 1743 og hélt til æviloka, var þó að laganámi í Kh. veturinn 1744, bjó fyrst í Saurbæ á Kjalarnesi, en að Hlíðarenda frá 1752 til æviloka. Hann lagði nokkura stund á sáðverk, gerði tillögur um fjallvegu, einkum Sprengisand og er skýrsla hans um þá leið varðveitt í bréfum.

Hann var skipaður sækjandi í málinu gegn Drese landfógeta, gerðardómari í máli Skúla landfógeta og verzlunarfélagsins.

Hann var 1756 (konungsveiting 29. apr. 1757) skipaður stólsráðsmaður í Skálholti, án þess að sækja um það, sagði af sér því starfi 5. mars 1763 frá fardögum 1764 og var það argsamt verk, Hann var maður traustur, en eftirgangssamur.

Bréfabækur hans eru í Þjóðskjalasafni.

Kona (21. sept. 1747): Helga (f. 29. jan. 1728, d. 5. okt. 1784) Brynjólfsdóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Thorlaciuss.

Börn þeirra, sem upp komust: Ragnheiður miðkona síra Markúsar Magnússonar í Görðum á Álptanesi, Jórunn átti fyrr Einar Brynjólfsson, síðar síra Gísla Þórarinsson í Odda, Ingibjörg f.k. síra Sæmundar Hálfdanarsonar á Barkarstöðum, Málmfríður s. k. Þorleifs alþingisskrifara Nikulássonar, síra Sigurður í Ferslev á Sjálandi, Þorleifur ráðsmaður hegningarhússins, Guðríður átti fyrr Jón landlækni Sveinsson, síðar síra Jón Steingrímsson í Hruna, Halldóra átti Gísla rektor Thorlacius, Þrúður átti fyrr Jörgen verzlm. Hansen á Eyrarbakka, varð síðar s.k. síra Arngríms Jónssonar á Melum, síra Brynjólfur að Útskálum, Árni kanzellísekreteri (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.