Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigurfinnsson

(6. nóvbr. 1851–8. septbr. 1916)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Sigurfinnur Runólfsson í Yztabæli undir Eyjafjöllum og kona hans Helga Jónsdóttir að Brekkum í Holtum, Jónssonar. Varð sjómaður í Görðum í Vestmannaeyjum 1872, bóndi (bæði til lands og sjávar) 1883, formaður bæði á bátum, þilskipum og vélbátum, enda hafði hann komizt nokkuð niður í sjómannafræði af sjálfum sér.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Beitti sér fyrir flestar framkvæmdir í eyjunum (kaupfél. Herjólf, framfarafél., nautgripaábyrgðarfél., ísfél., sundfél., styrktarsj. ekkna og barna, styrktarsj. formanna, bátaáb.fél.), oftast formaður. Vann að bindindismálum. Vel hagmæltur. Rit: Fréttir í Fjallkonu 1890–1902, fl. greinir þar, í Lögréttu, í Árbók fornleifafél. 1913, í Andvara 1915 (dulnefni: Sæfinnur á Öldu).

Kona 1: Þorgerður Gísladóttir í Görðum, Andréssonar; þau slitu samvistir.

Sonur þeirra: Högni.

Kona 2: Guðríður Jónsdóttir í Káragerði í Landeyjum. Synir þeirra: Einar, Baldur. Hún átti síðar Guðjón formann Jónsson í Vestmannaeyjum (Br7.; o. fl.) Sigurður Sívertsen (Brynjólfsson) (2. nóv. 1808–24. maí 1887). Prestur,

Foreldrar: Síra Brynjólfur Sigurðsson að Útskálum og kona hans Steinunn Helgadóttir að Hrútsholti og Ökrum, Guðmundssonar. F. í Seli í Reykjavík. Lærði hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla 1822, stúdent 1829, með góðum vitnisburði. Kenndi síðan undir skóla heima hjá sér. Vígðist (með aldursleyfi frá kóngi) 18. sept. 1831 aðstoðarprestur föður síns, setti 1833 bú að Gufuskálum, fekk Útskála 1. mars 1837, lét þar af prestskap 1886. Hann var búmaður góður, fekk verðlaun frá búnaðarfélagi Suðuramts 1860, silfurbikar frá danska landbúnaðarfélaginu 1861. Kom upp með samskotum barnaskólahúsi í Gerðum 1871–2. R. af dbr. 2. ág. 1874. Var góður kennimaður, vel metinn, hjálpsamur (gaf 1868 400 rd. fátæklingum innan hrepps), heppinn í lækningum. Var vel að sér í sögu Íslands og ættvís.

Ritstörf pr.: Sá um pr. á 38 sálmum út af 3. parti Sturms hugvekna, Kh. 1838, ljóðmælum síra Þorgeirs Markússonar, Viðey 1841 og Kh. 1851 og Ágripi af mannkynssögu eftir síra Eirík Gíslason, Rv. 1882; Stuttur leiðarvísir í reikningslist, Viðey 1841; þýddi: G. F. Seiler: Kristindómsbók, Viðey 1842; Bréf Polykarpusar, Rv. 1863; Hin þriðja Makkabeabók, Rv. 1869.

Á ræður í eða sá um útfm. Jóns Sighvatssonar, Viðey 1842; síra Brynjólfs Sívertsens, Rv. 1848; síra Sigurðar S. Sívertsens, Rv. 1869; Steinunnar H. Sívertsens, Rv. 1870; Ragnheiðar Jónsdóttur, Rv. 1870; Vilhjálms dbrm. Hákonarsonar, Rv. 1872; Helga byskups Thordersens, Rv. 1869 og Kh. 1875; Önnu Hákonardóttur, Rv. 1875; síra Sigurðar S. Sívertsens, Kh. 1875; Gunnars Halldórssonar, Rv. 1877; Helgu H. Sívertsens, Rv. 1883.

Auk þess eru ýmsar greinir (einkum æviágrip) í blöðum (merkast er: Dysjarnar á Hafurbjarnarstöðum í „Baldri“ 1868; um aflabrögð 1834–78 í „Norðanfara“ 1878; Um nokkurar eyðijarðir á Suðurnesjum í „Norðanfara “ 1883). Í handritum er merkast: Suðurnesjaannáll, Bæjaannáll í Útskálaprestakalli, lýsing þess, fjöruog landamerki þar, hreppstjóratal þar frá 1700, ýmsar ættatölur eða brot og íaukar (sjá Lbs.).

Kona (5. júní 1833): Helga (f. 6. jan. 1809, d. 25. júní 1882) Helgadóttir konrektors að Móeiðarhvoli, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Helgi í Kirkjuvogi, síra Sigurður aðstoðarprestur að Útskálum, Ragnheiður Sigríður átti Pál kaupmann Eggerz (Útfm., Rv. 1887; Vitæ ord. 1831; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.