Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Jónsson Skordal
(um 1768–26. nóv. 1831)
Prestur.
Foreldrar: Jón Jónsson, Runólfssonar í Dagverðarnesi í Skorradal, og kona hans Ingibjörg Aradóttir frá Spóamýri. (Telur sjálfur í Vitæ ord. föður sinn vera Jón Runólfsson). F. í Dagverðarnesi í Skorradal og ólst þar upp með foreldrum sínum. Fekk (veturinn 1793–4) viðbúnað í skólanámi hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, er þá hélt barnaskóla á Hausastöðum á Álptanesi. Var tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra haustið 1796, þótt miklu eldri væri en fyrirmæli skólans tóku til, og naut að því ágætra meðmæla frá Hannesi byskupi Finnssyni; stúdent þaðan 1. júní 1800 og er talinn hafa ekki ólaglegar gáfur og hafa einkum lagt mikla alúð við latínunám. Hóf hann samsumars búskap á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, fluttist síðan á hvert býlið af öðru, jafnan í mikilli örbirgð. Loks 1817 fór hann í vinnumennsku í Skorradal, en börn hans 3 voru send á fæðingarhreppa sína í Skorradal og Andakíl. Fór suður á Rosmhvalanes 1819 og stundaði þar sjómennsku og barnakennslu. Þar var hann enn, er hann fekk veiting fyrir Stað í Aðalvík 31. júlí 1826, en hafði áður oftsinnis árangurslaust sókt um prestaköll. Vígður 10. nóv. 1826, fluttist þegar vestur.
Fekk þó skamma stund gegnt prestsstörfum vegna veikinda og tók sér aðstoðarprest (síra Stefán Hansson) 1829. Þessi veikindi drógu hann til dauða.
Sóknarmaður hans, Sigurður Guðmundsson, hefir orkt erfiljóð eftir hann (JS. 519, 8vo); er hann þar talinn kennimaður mikill, barnafræðari og skáldmæltur. Hann mun þó ekki hafa verið mikill gáfumaður, en vel látinn jafnan.
Kona 1 (1800). Steinunn (f. um 1769, d. 5. júlí 1815) Vigfúsdóttir að Skarði í Lundarreykjadal, Snorrasonar.
Börn þeirra: Ragnhildur, átti fyrst Ólaf Ólafsson að Læk og síðar Látrum í Aðalvík, en síðar Jóhannes Jónsson að Látrum, síðar í Stakkadal; Jón; Helga átti launbarn með Kristjáni Halldórssyni.
Kona 2 (6. júní 1825): Guðrún (f. 21. júlí 1794, d. 18. júlí 1853) Helgadóttir í Heysholti á Landi, Erlendssonar; börn þeirra 3 dóu ung. Hún giftist síðar síra Stefáni Hanssyni (Vitæ ord. 1826; HpÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Jón Jónsson, Runólfssonar í Dagverðarnesi í Skorradal, og kona hans Ingibjörg Aradóttir frá Spóamýri. (Telur sjálfur í Vitæ ord. föður sinn vera Jón Runólfsson). F. í Dagverðarnesi í Skorradal og ólst þar upp með foreldrum sínum. Fekk (veturinn 1793–4) viðbúnað í skólanámi hjá síra Þorvaldi Böðvarssyni, er þá hélt barnaskóla á Hausastöðum á Álptanesi. Var tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra haustið 1796, þótt miklu eldri væri en fyrirmæli skólans tóku til, og naut að því ágætra meðmæla frá Hannesi byskupi Finnssyni; stúdent þaðan 1. júní 1800 og er talinn hafa ekki ólaglegar gáfur og hafa einkum lagt mikla alúð við latínunám. Hóf hann samsumars búskap á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, fluttist síðan á hvert býlið af öðru, jafnan í mikilli örbirgð. Loks 1817 fór hann í vinnumennsku í Skorradal, en börn hans 3 voru send á fæðingarhreppa sína í Skorradal og Andakíl. Fór suður á Rosmhvalanes 1819 og stundaði þar sjómennsku og barnakennslu. Þar var hann enn, er hann fekk veiting fyrir Stað í Aðalvík 31. júlí 1826, en hafði áður oftsinnis árangurslaust sókt um prestaköll. Vígður 10. nóv. 1826, fluttist þegar vestur.
Fekk þó skamma stund gegnt prestsstörfum vegna veikinda og tók sér aðstoðarprest (síra Stefán Hansson) 1829. Þessi veikindi drógu hann til dauða.
Sóknarmaður hans, Sigurður Guðmundsson, hefir orkt erfiljóð eftir hann (JS. 519, 8vo); er hann þar talinn kennimaður mikill, barnafræðari og skáldmæltur. Hann mun þó ekki hafa verið mikill gáfumaður, en vel látinn jafnan.
Kona 1 (1800). Steinunn (f. um 1769, d. 5. júlí 1815) Vigfúsdóttir að Skarði í Lundarreykjadal, Snorrasonar.
Börn þeirra: Ragnhildur, átti fyrst Ólaf Ólafsson að Læk og síðar Látrum í Aðalvík, en síðar Jóhannes Jónsson að Látrum, síðar í Stakkadal; Jón; Helga átti launbarn með Kristjáni Halldórssyni.
Kona 2 (6. júní 1825): Guðrún (f. 21. júlí 1794, d. 18. júlí 1853) Helgadóttir í Heysholti á Landi, Erlendssonar; börn þeirra 3 dóu ung. Hún giftist síðar síra Stefáni Hanssyni (Vitæ ord. 1826; HpÞ.: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.