Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Sigtryggsson

(20. maí 1884–21. dec. 1944)

. Rektor, Foreldrar: Sigtryggur (d. 15. júlí 1903, 53 ára) Sigurðsson lyfjafræðingur í Rv. og kona hans Hugborg (d. 28. jan. 1929, 72 ára) Bjarnadóttir í Svínadal í Skaftártungu, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1902 með 1. einkunn (93 st.). Lauk prófi í málfræði (ensku og þýzku) við háskólann í Kh. 2. júní 1909 með 1. einkunn (6!ðs). Stundaði kennslu við skóla í Kh. um skeið. Kennari við menntaskóla í Vejle 1911; adjunkt við dómkirkjuskólann í Viborg 1915.

Skipaður yfirkennari við ríkisskólann í Sönderborg á Als 1920; yfirkennari við Borgaradyggðarskólann (vestari) í Kh. 1931, Rektor menntaskólans í Lyngby frá 1940 til æviloka.

Ritstörf: Þýzk lestrarbók fyrir menntaskóla; (með Jóni Ófeigssyni) Dönsk kennslubók, Rv. 1927; gaf út danska þýðingu af Njálu og Grettissögu, lagaða fyrir unglinga. Kona (16. okt. 1909): Margrethe Johanne, dóttir Peter Schiönnemanns kaupmanns í Frederiksberg í Kh. Börn þeirra: Bjarni, Elisabeth (B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; Jón Helgason: Íslendingar í Danmörku; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.