Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Pétursson

(9. jan. 1790 – 23. mars 1857)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Pétur (d. 30. júní 1823, 69 ára) Björnsson í Ási í Hegranesi og kona hans Ingibjörg (d. 14. apr. 1822, 58 ára) Sigurðardóttir á Þangskála, Gunnarssonar. Bóndi í Ási. Var auðsæll, en þó gjöfull og góðgerðasamur, er á lá. Gaf sveit sinni hálfa jörðina Keflavík í Hegranesi. Hreppstjóri í 22 ár og hinn alúðarmesti í þeirri stöðu; skipulag talið betra og samtök meiri manna á milli í hans hreppi en annars staðar í héraði um hans daga, og honum mest þakkað. Studdi Sigurð Guðmundsson málara, systurson sinn, með ráðum og dáð til náms í Kh. Kona (3. okt. 1820): Þórunn ljósmóðir (d. 4. nóv. 1871, nær 76 ára) Ólafsdóttir á Vindhæli, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Ólafur alþm. í Ási, Sigurður ókv. og bl., Rannveig dó nýgift, Ingibjörg átti fyrr Jóhann Stefánsson í Garði, síðar Sigfús Pétursson í Eyhildarholti (Norðri V; kirkjubækur; (al)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.