Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Pétursson

(26. apr. 1759–6. apr. 1827)

Sýslumaður, skáld.

Foreldrar: Pétur sýslumaður Þorsteinsson á Ketilsstöðum á Völlum og f. k. hans Þórunn Guðmundsdóttir prests á Kolfreyjustað, Pálssonar. Fór utan með föður sínum 1768, aftur 1774, settist þá í Hróarskelduskóla, stúdent 1779, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 27. sept. s.á., tók heimspekipróf 4. júlí 1780, málfræðapróf 11. okt. 1782, öll með 1. einkunn, lögfræðapróf 27. maí 1788, með 1. einkunn í báðum prófum. Varð héraðsdómari í Gullbringusýslu og sýslumaður í Kjósarsýslu 10. júní 1789, lögreglustjóri í Reykjavík 20. febr. 1790, veitti erfiðlega að gegna þessum störfum vegna veikinda (fótarmeins), fekk lausn frá embætti 9. mars 1803, með eftirlaunum. Hann var til heimilis í Rv., síðan á Lambastöðum, í Nesi við Seltjörn, síðan aftur í Ry. til æviloka. Ókv. og bl.

Hann var lipur gáfumaður og vel að sér, skáld gott, fyndinn í tali, en nokkuð undarlegur.

Eftir hann eru kvæði, leikrit og rímur (Stellurímur), pr. í Rv. 1844–6, heldur léleg prentun, og má auka og bæta eftir handritum í Lbs., sjá og athugasemdir Páls stúdents Pálssonar þar og dóm Jóns Sigurðssonar í Nýjum félagsritum (Ævis. pr. framan við: Leikrit, Rv. 1846; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. III.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.