Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Pétursson

(15. sept. 1870–7. okt. 1900)

Verkfræðingur.

Foreldrar: Pétur Gíslason í Ánanaustum í Rv. og kona hans Valgerður Ólafsdóttir að Ægissíðu, Sigurðssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1885, stúdent 1891, með 1. eink. (95 st.).

Lauk prófi í verkfræði í Kh. 1899, með 1. einkunn. Kom til landsins s. á. og fekk þá styrk frá alþingi til rannsókna um efni til húsagerðar. Talinn efnilegur maður.

Kona (1896): Emma van der Weel. Áttu eitt barm, er dó óskírt (Skýrslur; Ísafold 1900; Búnaðarrit 1901; PZ. Víkingslækjarætt 11).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.