Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Pálsson

(– – 1720)

Lögsagnari og skáld í Skógarnesi syðra.

Foreldrar: Páll Bjarnason í Skógarnesi og kona hans Þorlaug Sigurðar- dóttir prests í Miklaholti. Hann býr enn í Skógarnesi 1709, en virðist kominn að Hrútsholti 1714. Hann (en ekki alnafni hans næsti á undan) mun hafa verið lögsagnari í Dalasýslu.

Um kveðskap hans sjá Lbs.

Kona 1: Sigríður Guðmundsdóttir, Péturssonar.

Kona 2: Kristín Gísladóttir, Ólafssonar.

Börn þeirra: Guðmundur, Jón í Skógarnesi, Sigurður, Skafti í Skógarnesi, Guðrún átti Þórð lögréttumann Björnsson í Kolviðarnesi, Ingibjörg átti Gísla Jónsson að Borg, Arasonar, Guðrún yngri átti Gísla Ásgrímsson frá Miðhrauni, Jónssonar, Kristín átti síra Pétur Einarsson í Miklaholti (BB. Sýsl.; Manntal 1703; Jarðabók ÁM. og PV.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.