Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Pálsson

(17. öld)

Talinn lögsagnari í Dalasýslu 1689–91 og 1693, en mun vera rangt (sjá næsta mann).

Foreldrar: Páll alþingisskrifari Gíslason á Hvanneyri og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir á Stokkseyri, Sigurðssonar.

Kona: Þórunn Hjaltadóttir í Teigi, Pálssonar.

Börn þeirra: Hjalti að Brekku á Hvalfjarðarströnd, síra Gísli að Kvennabrekku, Bjarni, Þuríður átti Jón Jónsson að Stóra Ási (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.