Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Oddsson

(– – ll. nóv. 1641)

Prestur,

Foreldrar: Síra Oddur Stefánsson í Gaulverjabæ og kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir að Eyvindarmúla, Eyjólfssonar. Hann fór utan 1618 og fekk Garðvist 25. nóv. s. á., þótt ekki sé hann í bókum háskólans talinn skráður í stúdentatölu; kom það til, að Oddur byskup sendi hann og annað prestsefni samtímis til Kh., til þess að sýna þekking þeirra, í deilum hans við Herluf Daa og til þess að afsanna þá sakargift hans, að hann vígði lítt lærða menn til presta. Fekk Arnarbæli 1621 og hélt til æviloka. Talinn „vel lærður maður“.

Kona: Brynhildur Aradóttir, Magnússonar að Stóra Núpi, Jónssonar.

Börn þeirra: Páll lögréttumaður í Gíslaholti, Ingibjörg átti Þorgrím (föðurnafns ekki getið) í Bakkakoti, Stefán dó ungur (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.