Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Oddsson

(1595–7. febr, 1675)

Prestur.

Foreldrar: Oddur byskup Einarsson og kona hans Helga Jónsdóttir sýslumanns á Holtastöðum, Björnssonar. Lærði í Skálholts"skóla, fór utan 1613, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 8. okt. s. á., fekk þar 1615 vitnisburði og hefir þá komið til landsins, varð þá heyrari í Skálholti, vígðist 1621 kirkjuprestur í Skálholti, fekk Stafholt 1623 og hélt til æviloka, var officialis í Skálholtsbyskupsdæmi í utanför Gísla byskups, bróður síns, og eins eftir hann látinn (1638–9), varð prófastur í Þverárþingi öllu 1625, en síðar einungis vestan Hvítár og mun hafa haldið til æviloka. Hann var einn helztu kennimanna landsins á sinni tíð.

Kona 1: Hólmfríður (f. 1596, d. 1616) Jónsdóttir sýslumanns að Galtalæk, Vigfússonar; þau bl.

Kona 2 (1636): Guðrún (d. 1677) Jónsdóttir prests í Hítardal, Guðmundssonar (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 1635 kostaði 200 rd.).

Börn þeirra, sem upp komust: Oddur stúdent, Gísli Skálholtsráðsmaður, síra Sigurður á Staðastað, Guðríður átti Ólaf Hallgrímsson að Síðumúla, Hólmfríður átti síra Ólaf Jónsson í Hítardal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.