Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Melsteð (Pálsson)

(12. dec. 1819–20. maí 1895)

Lektor.

Foreldrar: Páll amtmaður Melsteð og f.k. hans Anna Sigríður Stefánsdóttir amtm., Þórarinssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1833, stúdent 1838 (94 st.), skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1839, með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1840, próf í guðfræði 16. jan. 1845, bæði með með 1. einkunn. Settur adjunkt í latínuskólanum 26. sept. 1846, fyrri kennari í prestaskólanum 17. sept. 1847, lektor þar 25. júní 1866, fekk þar lausn vegna sjóndepru 16. júlí 1885. Kkj. þm. 1881–3. R. af dbr. 18. sept. 1872, dbrm. 16. júlí 1885. Ritstörf: Samanburður á ágreiningsatriðum katólsku og prótestantisku kirkjunnar, Rv. 1859; (með Pétri Péturssyni): Skýringar, Rv. 1861–3; Skýringar yfir bréf Páls postula til Kólossaborgarmanna, Rv. 1882; Í ritnefnd Nýrra félagsrita, 2.–5. árg.; þýð.: Sú óumbreytta Augsborgarjátning, Rv. 1861; Reykjavíkurpóstur 1847 (meðritstj.); Árrit prestaskóla Ísl. (meðritstj.); sá um: Helgi G. Thordersen: Húspostilla, Rv. 1883. Vann með Pétri byskup Péturssyni að endurskoðun blblíunnar (Oxf. 1866).

Kona: Ástríður (f. 20. febr. 1825, d. 14. júní 1897) Helgadóttir byskups Thordersens. Af 2 sonum þeirra komst upp: Helgi stúdent (HÞ, Guðfr.; Kirkjublað 1895).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.