Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Sigurður Markússon
(um 1680– júlí 1753)
Prestur.
Foreldrar: Síra Markús Geirsson að Laufási og kona hans Elín Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar. Lærði í Hólaskóla, hefir orðið stúdent um 1704, varð þá djákn að Munkaþverá, vígðist 1708 að Grímsey, en komst þangað ekki fyrr en næsta ár, fekk Eyjadalsá 1711, var dæmdur frá prestskap þar 14. sept. 1717, fyrir vanrækslu í embættisverkum, hafðist við að Hólum frá 1722 til æviloka. Var einrænn og óviðfelldinn, en minnugur og margfróður. Ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Markús Geirsson að Laufási og kona hans Elín Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar. Lærði í Hólaskóla, hefir orðið stúdent um 1704, varð þá djákn að Munkaþverá, vígðist 1708 að Grímsey, en komst þangað ekki fyrr en næsta ár, fekk Eyjadalsá 1711, var dæmdur frá prestskap þar 14. sept. 1717, fyrir vanrækslu í embættisverkum, hafðist við að Hólum frá 1722 til æviloka. Var einrænn og óviðfelldinn, en minnugur og margfróður. Ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.