Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Markússon

(um 1573–1653)

Sýslumaður í Héraðsdal.

Foreldrar: Markús sýslumaður Ólafsson sst. og kona hans Ragnheiður Björnsdóttir prests á Mel, Jónssonar.

Var sýslumaður í Þingeyjarþingi a. m. k. 1605. Gerðist síðan lögsagnari Jóns lögmanns Sigurðssonar í Hegranesþingi.

Getur eigi sem lögréttumanns fyrr en 1620.

Kona: Guðbjörg Torfadóttir sýslum. á Kirkjubóli, Jónssonar. Dætur þeirra: Þóra átti Jón Jónsson lögm., Sigurðssonar, Steinunn átti Magnús Jónsson að Sjávarborg, Ragnheiður f.k. Gunnars Arngrímssonar prests hins lærða, Jónssonar (Alþb. Ísl; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.