Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Sigurður Magnússon

(– – 21. jan. 1657)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Eiríksson að Auðkúlu og f.k. hans Steinvör Pétursdóttir að Svínavatni, Filippussonar. Vígðist aðstoðarprestur föður síns fyrir 1649 (líkl, nokkurum árum fyrr), tók að fullu við prestþjónustu að Auðkúlu 1650 (þótt vera megi, að faðir hans hafi ekki beinlínis sagt af sér þá, heldur haldið að nafninu til prestakallinu til æviloka). Varð úti á heimleið frá útkirkjunni, Svínavatni. Um hann eru þjóðsagnir.

Kona: Guðríður Egilsdóttir að Geitaskarði, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Magnús á Bergsstöðum, Egill bl., Illugi að Fossum í Svartárdal, Steinvör átti fyrr Benedikt Sigurðsson, Gíslasonar, síðar Ólaf Tómasson, Arasonar (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.